Skynsamleg niðurstaða flokksþings

Framsóknarflokkurinn er búinn að setja stefnuna.  Stefnan er sú að sækja um aðild að Evrópusambandinu í fullri alvöru og með það að meginmarkmiði að Ísland verði fullgildur aðili að ESB.  Auðvitað mun þjóðin greiða atkvæði um samninginn  þegar hann liggur fyrir.  Ég óttast ekki að við Íslendingar förum halloka útúr þeim viðræðum og ég er sannfærður um að við náum góðum samningi og að þjóðin mun samþykkja hann í atkvæðagreiðslu. 

Ég er þakklátur fyrir það að við skulum eiga stjórnmálaflokk sem býður fólki upp á skýra valkosti og vilja virða vilja þjóðarinnar.

Góða helgi .

Magnús G.  Wink

 


mbl.is Framsókn vill sækja um ESB
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Fannar frá Rifi

ertu að grínast?

þú veist kannski ekki að engum er hleypt inn í ESB fyrr en Lissabon sáttmálin hefur verið samþykktur. 

"Ísland verði fullgildur aðili að ESB"

veistu hvað þetta þýðir? að við fáum engin sér ákvæði því í raun eiga allar þjóðir í ESB að vera eins og undir sömu reglum og lögum. þannig að kvótinn verður landaður og unninn á spáni og bretlandi og ekki króna frá fiskveiðum mun skila sér til Íslands í formi skattatekna, launa og fjárfestinga. 

Fannar frá Rifi, 16.1.2009 kl. 20:16

2 Smámynd: Magnús Guðjónsson

Nei Fannar ég er ekkert að grínast, frekar en þú vænti ég.  Ég reyndar skil ekki hræðslu ykkar ESB andstæðinga  við aðildarviðræður.  Kenningar þinar um landaðan afla fjarstæðukenndar.  Ég treysti þeim fulltrúum sem við munum velja til aðildarviðræðna fyrir okkar hönd ágætlega til að halda okkar hagsmunum á lofti og tryggja þá með ásættanlegum hætti. 

Magnús Guðjónsson, 16.1.2009 kl. 21:12

3 Smámynd: Fannar frá Rifi

ok. til að byrja með eigum við að vera vinna að því að byggja upp landið enn ekki fara í einhverja þykjustunni leiki til þess að fela vandann eða horfa framhjá honum með ESB viðræðum.

aðildarviðræðum kosta sitt og höfum við efni á því að taka peninga úr öðru og setja í her lögfræðinga og stjórnmálamanna sem munu fljúga til og frá landinu reglulega næstu 1 til 2 árin plús allur auka kostnaður.

síðan liggur allt fyrir. ef þú sérð það ekki þá ertu staurblindur og algjörlega ógagrýnin í hugsun.

ESB er bandalag þar sem allir gangast undir sömu lög og reglum með aðeins minniháttar frávikum sem stefnt er að aðlaga í framtíðinni. til að fá undanþágu vegna fiskveiðistefnunar þyrfti að rifta Rómarsáttmálanum, einum af grunn sáttmálum sambandsins. ertu virkilega að halda því fram að við fengjum það í gegn?

það er ekkert að semja um. annað hvort vill fólk fara inn í ESB eins og það er eða ekki. mjög einfalt. eða alla vega fyrir þá sem ekki ljúga að sjálfum sér og öðrum.

Fannar frá Rifi, 16.1.2009 kl. 23:03

4 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Magnús, hvað ef ESB samþykkja ekki þessi skilyrði eins og Olli Rein hefur gefið í skyn? Ætlið þið þá að falla frá þeim?

Sigurður Þórðarson, 17.1.2009 kl. 00:17

5 Smámynd: Magnús Guðjónsson

Það er greinilegt Fannar að andstaða þín við ESB er þér mikið hjartans mál og eitthvað hræðir þig.  Ég vil nú láta þig vita að ég er hvorki staurblindur né ógagnrýninn í hugsun og þarf ekkert að taka við slíkum yfirlýsingum frá þér og kannski segja nú þessar yfirlýsingar miklu meira um þig en mig.  Ég hef kynnt mér þessi evrópumál ágætlega og það er um heilmikið að semja fyrir okkur og miklir möguleikar sem felast í ESB aðild fyrir Íslendinga.  Það að ganga ekki til viðræðna við ESB um aðil núna væri algert ábyrgaðarleysi af stjórnvöldum og sem betur fer þá eru nú flestir skynsamir Íslendingar að átta sig á því þessa dagana.  Fannar þú getur örugglega skipt um skoðun líka eins svo margir aðrir og það mun enginn nudda þér uppúr því.  Sigurður við verðum auðvitað að láta reyna á þau fordæmi sem til staðar eru innan ESB.  Ég  get bara svarað fyrir mig persónulega og ég tek afstöðu til samningsins þegar hann liggur fyrir og met kosti hans og galla fyrir mig sem Íslending,  ég er hlynntur því að ræða af alvöru við ESB um aðild og halda fram okkar kröfum og sjá hvað kemur útúr þeim pakka.  Öfgar og fyrirfram gefnar niðurstöður eins og fram kemur ofar á síðunni hér eru mér bara ekki að skapi.  Hinsvegar ber ég fulla virðingu fyrir þeim sem eru á móti ESB aðild og þeir eiga fullan rétt á því að hafa þá skoðun sína. 

Magnús Guðjónsson, 17.1.2009 kl. 11:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband