Bráðum koma blessuð

jólin og Henry var að skora annað markið fyrir Barcelona núna.  Ég er nú alveg að verða klár i Jólin þetta árið, búinn að þrífa allt í hólf og gólf, segja upp Íslenska furutréð sem ég keypti í Blómavali og ég er meira að segja kominn með SÖRUR í frystinn, ekki rosalega margar, en það eru alvöru SÖRUR.  Þetta verða fyrstu jólin mín hér í upphæðum Kópavogs, hef hingað til verið nær sjávarmáli og ég hlakka til aðfangadags sem ég eyði með börnunum mínum og Helgu minni ágætu fyrrverandi og móður og systur hennar,  hefðbundið aðfangadagskvöld og mér líkar það vel.  Ég er kominn með Skötuna á svalirnar og hlakka til skötuveislunnar á Þoláksmessu, sem er oðin alveg bráðnauðsynlegur hluti að jólapakkanum.   Ég reikna með ca. 25 í veisluna þetta árið, sumir að vísu bora pizzu en það skiptir engu máli, það er stemmningin að fá alla saman og gleðjast þessa 2 tíma sem veislan stendur. 

Hafið það eins og þið viljið fram að jólum og um jólin og áramótin

Magnús G. Whistling

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband