Afhverju er svona erfitt að

vera atvinnustjórnmálamaður á Íslandi og geta ekki horfst í augu við staðreyndir sem eru núþegar uppi á borðinu.  Ég hef lengi borið ansi mikið traust til Geirs Haarde og fundist hann að mörgu leyti vera nokkuð gegnheill  og  sjálfsagt er hann það að flestu leyti,  en ég verð að segja að ég varð fyrir miklum vonbrigðum í gærkvöldi þegar ég sá hann í Kastljósinu.  Geir bara getur  alls  ekki séð að stjórnvöld á Íslandi beri nokkra ábyrgð á stöðunni, þetta sé allt meira og minna utanaðkomandi og EES samningnum að kenna, (væntanlega Jóni Baldvin) sem barðist fyrir honum.  Afhverju er ekki sama staða í öðrum EES löndum ?   Geir villa axla þá ábyrgð að koma þjóðinni útúr þessari stöðu og fá frið til þess,  afhverju vill hann ekki bara leyfa okkur að tjá okkur um það hvort við treystum honum og samstarfsmönnum hans til þess,  hann mun væntanlega líka vera ábyrgðarlaus ef honum mistekst og þetta verður  Brown eða Pútin eða Stoltenberg eða Guðna Ágústssyni að kenna, bara einhverjum öðrum en honum og ríkisstjórninni.   Ég  er ekki að hvetja til þess að ríkisstjórnin fari frá í dag,  en um leið og einhver hefur komið þjóðinni til bjargar, þá á þessi rískisstjórn að fara frá og það á að boða til nýrra kosninga og gefa þjóðinni tækifæri til að velja sér ný fulltrúa með nýtt umboð til að stjórna landinu,  núverandi þingmenn, nánast allir í stjórn og stjórnarandstöðu hafa brugðist þjóðinni og ef þjóðin vill gefa þeim nýtt umboð þá fær þjóðin það sem hún á skilið og árangurinn verður væntanlega í samræmi við það, við skulum ekki gleyma því að sunnlendingar kusu Árna Johnsen aftur á þing þrátt fyrir hans fyrri afrek og algert iðrunarleysi, en hann er jú sjálfstæðismaður eins og rúmur þriðjungur þjóðarinnar.  Kannski eigum við bara ekki betra skilið, þegar við tökum flokkshollustu svona gersamlega fram yfir þær persónur sem í framboði eru.  Mér hefur reyndar stundum dottið í hug að það væri hægt að koma góðum Hesti á þing ef hann væri í fyrsta sæti í réttu kjördæmi og væri á réttum lista,  slík er flokkshollustan. 

Ef það er rétt sem fram kemur um stöðu sjávarútvegsins að hann skuldi fjórum sinnum meira en árstekjurnar,  er  hann þá ekki í nákvæmlega sömu stöðu og  bankarnir,  kominn að fótum fram og uppstokkun er nauðsynleg,  innkalla kvótann, yfirtaka skuldirnar og byrja uppá nýtt.  Einar Kristinn kallar það setja útveginn uppá rönd ef talað er um breytingar,  ef þetta er rétt þá fer útvegurinn ekki uppá rönd hann er á hvolfi eins og afvelta rolla og á sér enga framtíð án björgunaraðgerða.  Mér skilst að sama sagan sé uppí á teningnum í landbúnaði, helmingur bænda a.m.k. veit ekki hvort þeir eru að koma eða fara,  sérstaklega þeir sem hafa fjárfest í kvótum og nýjum búnaði.

Ég  legg til að við fáum Gaua Þórðar, hann er örugglega á lausu,  til að setja Alþingismenninna alla í kalt bað (Ís bað) og ekki síst hausinn á þeim svo þeir geti farið að takast á við málin af ábyrgð og með kaldan hausinn,  hætta þessum eilífa flótta frá raunveruleikanum. 

Það sem við höfum tapað er TRAUSTIР og ég er nokkuð viss um að við þurfum nýtt fólk til að byggja upp traust aftur og ef það tekst þá er framtíðin björt annars ekki ..

Ég  set aftur inn hér smá texta um traust, því góð vísa er aldrei of oft kveðin..

Hafið það annars eins og þið viljið i snjónum..

Magnús G. Cool

Traust


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðjón H Finnbogason

Góður pistill hjá þér félagi.Mér finnst ekki þurfi að vera að setja mikla vinnu í að finna sökudólga í þessu,það þarf að reisa okkur við úr rústunum og koma lákvæðni í fólkið sem eru við.

Guðjón H Finnbogason, 23.10.2008 kl. 22:25

2 Smámynd: Eyþór Árnason

Við ættum kannski að reyna þetta með Hestinn... Eða hund... þeir eru tryggir. En þetta er annars ljóta ástandið.

Eyþór Árnason, 23.10.2008 kl. 22:39

3 Smámynd: Magnús Guðjónsson

Svei mér þá Eyþór ef við værum ekki betur sett með hestinn bara, svona eftir að maður er búinn að melta Kastljós kvöldsins og þær upplýsingar sem komu fram þar. 

Magnús Guðjónsson, 24.10.2008 kl. 01:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband