Hvað er að hjá lögreglunni ?

Að  senda 21 eins árs lögregluþjón í útkall án þess að hann sé með kylfu og önnur hjálpartæki,  finnst mér eiginlega segja allt sem segja þarf um þá sem bera ábyrgð á þessum málaflokki.  Að gefa þær skýringar að hann sé ekki búinn að fara námskeið í notkun tækjanna, hvað er að.  Var hann búinn að fara á námskeið í að láta berja sig til óbóta ?    Skammist ykkar  allir,  varðstjóri, lögreglustjóri, ríkislögreglustjóri og dómsmálaráðherra,  fyrir að koma ungum manni í svona aðstæður.  Svo ætlið þið að rannsaka ykkur sjálfir, hvað fór úrskeiðis.   Ég  hef verið og er talsmaður þess að við berum virðingu fyrir lögreglunni og ég vil að löggæslan fá þær heimildir og tæki sem nauðsynleg eru í nútímaþjóðfélagi til að takast á við það sem á vegi hennar verður.  Ég hef áhyggjur af löggæslunni í landinu hvort sem er á landi eða sjó.   Það má ekki keyra um á bílunum vegna bensínkostnaðar og Varðskipin liggja bundin við bryggju eða hanga á krók einhversstaðar af því að það er ekki til fyrir olíu, að sagt er. 

Vondandi fara menn að vakna til vitundar að löggæsla er nauðsynleg og í því ástandi sem framundan er verður enn meiri þörf á alvöru löggæslu.

Ég vona að þetta unga fólk sem varð fyrir þessari árás nái sér fljótt og vel.

Magnús G.  Shocking

 

vardskip_framan_stor

 P.S. ég velti fyrir mér hvort þessi nýi Þór fari einhverntíma á sjó eftir að hann kemur heim.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðjón H Finnbogason

Sæll félagi.

Þakka þér fyrir að vekja máls á þessu ástandi sem er ekki nokkurri löggæslu bjóðandi.Nýi Þór kemur ekki til landsins fyrr en að vori 2010 þannig að mikið getur breyst þar til og vonandi verður búið að skila einni þyrlu strax eftir næstu áramót þar eru yfir 20 miljónir á mánuði.Vertu sæll langt síðan ég hef séð þig.

Guðjón H Finnbogason, 19.10.2008 kl. 23:17

2 Smámynd: Magnús Guðjónsson

Sæll sjálfur  Guðjón,  já  ég hef áhyggjur af þessu ástandi á löggæslumálum almennt og mér finnst þau á einhverjum villigötum. Það að lögreglan skuli þurfa að senda 21 árs gamlan mann sem ekki hefur hlotið þjálfun í útkall segir nú allt um ástandið þa þeim bænum.  Ungi maðurinn er örugglega ágætur og efnilegur en ábyrgð yfirmanna hans er alger.  Ég hef nú reyndar lengi haft áhyggjur af LHG þeirri góðu stofnum sem fóstraði mig vel á unglingsárunum og gaf mér tækifæri til að þroskast hratt og fól mér ótrúlega ábyrgð  mjög ungum að árum.  Ég ber alltaf mjög sterkar taugar til LHG og mig svíður að sjá og heyra af ástandinu þar og að ekki sé hægt að sinna naupsynlegri gæslu og lágmarks öryggi í kringum landið.  Vonandi fáum við einhverntíma ábyrga menn sem skilja betur hvað þjóðin vill og til hvers við ætlumst af þeim sem við kjósum til forystu.  Annars hafðu bara gott og það er aldrei að vita nema ég kíki í kaffi um borð til þín einhvern daginn..

Magnús Guðjónsson, 19.10.2008 kl. 23:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband