Stórkostleg upplifun

að fylgjast með og  hrífast með stemmningunni sem var í miðbænum í kvöld og  sjá svo þegar Forsetinn hengdi orðurnar í og á Handboltalandsliðið og aðstoðarmennina í kvöld. Samhugurinn og gleðin í andlitum fólks var svo einlæg og það var ekki hægt að komast hjá því að verða snortinn á þessari stundu.  Á leiðinni heim kom ég mér í skemmtilega stöðu á Snorrabrautinni.  Rútan með liðinu var að koma af Sæbrautinni og inná Snorrabraut  og fyrr en varði var allt í einu komið lögreglumótorhjól fyrir framan mig og  eitt við hliðina og þeir hvöttu mig til að fara í 100 km hraða og yfir 3 rauð ljós í fylgd með þeim.  Fólkið  í  bílunum við hliðina og á eftir mér  var ekki alveg eins öruggt og dróst aðeins aftur úr okkur og þá komu bara fleiri og ráku þá áfram.. Skemmtileg uppákoma og minnti mig þegar þjóðhöfðingjar í Afríku fara um göturnar og allir verða að vikja og koma sér úr vegi þeirra.

Annars var þetta flottur dagur í dag,  línur að skýrast og það er alltaf gott að hafa hreinar linur í öllum málum...

Hafið það eins og þið viljið

Magnús G.  Cool

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband