Hátíð í Bæ num..

Landsliðið okkar kemur heim í dag og þeim verður fagnað eins og á að fagna þeim.  Þeir fá líka fálkaorðuna  sem á að verða okkur öllum hvatning til að gera okkar besta í öllu sem við tökum okkur fyrir hendur.  Ef  við gerum okkar besta  alltaf  þá er ekkert  við okkur að  sakast,  við gerðum okkar besta og  getum verið sátt við samvisku okkar,  það er ekki hægt að ætlast til að nokkur geri betur en hans besta.   Ég er ákveðinn í að hrífast með í dag og njóta þessa  frábæra dags sem byrjar vel hjá mér.  

Ég  vaknaði óvenjulega hress í morgun og fer með góða tilfinningu inní daginn og ekki spillir  að ég náði einu markmiði  í dag sem var að sjá  fyrstu töluna á baðvoginni  minni  vera 7 en ekki 8 þegar ég steig á hana í morgun,  það er svo ljúft að ná markmiðum.  Ég kominn aftur í kjörþyndina mína og  það er ótrúlega gott, ekki síst andlega.  Stórfurðulegt  hvað  þessi þyngd  getur haft mikil áhrif á andlegu líðanina,  léttur á vigtinni = léttur í lundinni.  

Annars er ég á fullu að undirbúa mig fyrir Þríþrautina fyrir Vestan um aðra helgi, þar sem ég ætla að keppa í liði  og ég hjóla en aðrir sjá um sund og hlaup,  ég  hlakka mikið til að koma vestur og nú sem keppnisíþróttamaður, hver hefði nú trúað þvi fyrir 5-6 árum?  ekki ég.  Svona  er lífið og  svona getur lífið tekið allt aðra stefnu, ef maður er opinn og  fordómalaus gagnvart  samferðafólki sínu og  ég er ævinlega þakklátur fyrir að  hafa kingt stoltinu fyrir rúmum 5 árum og fengið nýtt líf í staðinn.  Maður þarf stundum að kingja stoltinu, það getur verið helvíti erfitt en ég held að maður fái það alltaf  margfalt til baka, því ekkert  gott kemur uppí hendurnar á manni fyrirhafnarlaust og án einhverra fórna.

Þetta er svona dagur sem maður hefur eitthvað fallegt í hjarta og fallegt í sinni og ég er pottþéttur á að þessi dagur verður mér góður og  er byrjunin á því sem ég á eftir er af lífinu.  Ég er óendanlega þakklátur fyrir að hafa átt góða fjölskyldu  og vini  undanfarnar vikur,  vini sem hafa reynst mér frábærlega,  vinir mínir vita hverjir þeir eru.  

Hafið það eins og þið viljið á þessum fallega degi

Magnús G. Heart

Snæfelljökull

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Fríða Bára Magnúsdóttir

sæll og til hamingju með árangurinn þú mátt vera stoltur af bæði þér og landsliðinu, þetta er frábær árangur. Alltaf gott að ná markmiðum sínum. Ég er einmitt að fara að setja mér markmið svo ég geti náð þeim hehe kv. Fríða

Fríða Bára Magnúsdóttir, 27.8.2008 kl. 10:34

2 Smámynd: Magnús Guðjónsson

Takk fyrir þetta Fríða mín,  það er alveg ljóst að maður nær  ekki markmiðum sem maður setur ekki,  þannig að þú ert á réttri leið með að byrja á því að setja þér markmið.  Gaman að fá þig í heimsókn á síðuna, hafðu það sem best og gangi þér allt í haginn í því sem þú ert að fást við ..

Magnús G.

Magnús Guðjónsson, 27.8.2008 kl. 10:43

3 identicon

 Sæll Maggi minn ! Frábært hvað þú ert orðinn mjúkur drengur ! Alltaf jákvætt pepp til allra og fyrir utan það ertu góður penni Ég er núna í þvílíku átaki að hálfa væri nóg  Ég er búin að synda á hverjum degi í sjö mánuði og svo í líkamsræktinni 1x á dag síðan er ég farin að skokka úti (æææii þú veist á hæga ganginum) en það er allavegana byrjunin.  Ég búin að haf það markmið hjá mér að byrja að kenna eftir bílslysið síðan í fyrra.  Ooogg taktu eftir því að ég ætla að byrja kennslu í september váááá ég er svo glöð í mínu hjarta Ég læt heyra í mér í haust við verðum að fara að hittast þessir gamlingjar

Núna setti ég bláan lit spes fyrir þig :) Hafðu það gott elsku drengurinn minn og haltu áfram að njóta lífsins því lífiið er yndislegt

Magga skólasystir þín :) (IP-tala skráð) 27.8.2008 kl. 14:07

4 Smámynd: Eyþór Árnason

Sjö er falleg tala. Gangi þér vel að hjóla fyrir vestan.

Eyþór Árnason, 27.8.2008 kl. 22:07

5 Smámynd: Magnús Guðjónsson

Sammála því Eyþór, þegar maður er hærri í loftinu en ég þá hefur maður meira sjálfstraust með sjö í byrjun en átta  tala nú ekki um níu, á baðvoginni.  Já  þetta verður örugglega skemmtilegt að hjóla fyrir vestan og  alltaf gaman að keppa smá...

Magnús Guðjónsson, 27.8.2008 kl. 23:55

6 Smámynd: Sesselja  Fjóla Þorsteinsdóttir

Gaman að lesa bloggið þitt.

Sesselja Fjóla Þorsteinsdóttir, 28.8.2008 kl. 08:44

7 Smámynd: Magnús Guðjónsson

Sömuleiðis Fjóla, takk fyrir að segja mér  það ...

Magnús Guðjónsson, 28.8.2008 kl. 09:49

8 Smámynd: Life will never be the same...!!

Heill og sæll félagi!

ég les bloggið þitt alltaf reglulega og mikið er það skemmtilegt að fá að fylgjast með þér og hugrenningum þínum hér.

Mig langar núna til að óska þér góðs gengis og ekki síst GÓÐRAR SKEMMTUNAR í þríþrautinni f. vestan.  Ég verð með þér í anda og hver veit nema við verðum saman í London um verslunarmannahelgina 2009 að keppa!

Eitt að lokum... gaman að færslunni hér að ofan hjá henni Möggu skólasystur þar sem hún talar um mjúka manninn... það hefur margt breyst og ég hugsa stundum um það þegar þú byrjaðir í Herbalife, ég var bara eiginlega hrædd við þig... hehe, en þú hefur mýkst, það er rétt! 

 kveðja úr Fáskrúðsfjarðarsveitinni, Fjarðabyggð, Eskifirði Díana Mjöll.

Life will never be the same...!!, 28.8.2008 kl. 14:26

9 Smámynd: Magnús Guðjónsson

Jæja  það er naumast játningar hér á þessu bloggi mínu,  hrædd við mig, þér tókst vel að leyna því.  Já ætli maður mýkist ekki með árunum eitthvað.  Eitt get ég sagt þér að þegar ég byrjaði í Herbalife, þá var ég rosalega mjúkur að utan og harður að innan en nú er þetta  sennilega alveg á hinn veginn.  Sé þig vonandi í Fáskrúðsfjarðarbyggðinni fljótlega...  og  takk fyrir að lesa  bloggið mitt ...  ég  get líka alveg verið töffari ef ég þarf, ég kann  það alveg..

Hafðu það eins og þú vilt.. 

Magnús Guðjónsson, 28.8.2008 kl. 18:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband