Dýrafjarđardagar međ bónus..

Velkminn í  Dýrafjörđ  sagđi  Bjarni  Einarsson viđ  mig  fyrir 20  árum, ţegar  ég  kom  vestur á Ţingeyri  til ađ starfa  hjá  KD  og  Fáfni.   Ţetta  voru   orđ  ađ  sönnu  og  alltaf  finn  ég  jafnvel  hversu  velkominn ég er í Dýrafjörđ  ţegar  ég  kem  ţangađ.   Viđ  áttum  7  krefjandi og  góđ  ár  á Ţingeyri  og  ţangađ  ber  ég  mjög  sterkar taugar..  Í  ţessari ferđ  minni  gisti  ég  meira  ađ  segja  í  Sandafelli  sem  er  í  dag  gistihús  en  hýsti áđur  Kaupfélag  Dýrfiđringa.   Helgin  var  frábćr,  veđriđ  á leiđinni  vestur  var  stórkostlegt,  sólarlaust en  logn  og  Barđaströndin skartađi  sínu fegursta  og  vakti  upp  minningar  alla  leiđina,  enda  hef  ég  fariđ  ţessa leiđ  tugum sinnum  akandi  og  einu sinni  hjólandi.  Dýrafjörđur  tók  á  móti  mér  í  sínum hátíđarbúningi  og  ţegar  ég  kom  yfir Hrafnseyrarheiđina og  sá niđur í  fjörđinn  fékk  ég  ţessa  gömlu  tilfinningu,  ég  er kominn heim,  góđ  tilfinning..  Laugardagurinn  rann upp  ótrúlega  fagur  og ég  ásamt  Öldu Gylfa og  Ragnheiđi  Höllu  skruppum  í  hjólatúr  sem hafđi  veriđ  planađur  fyrir margt  löngu.   Viđ hjóluđum fyrir Nes  sem kallađ  er,  ţ.e.a.s.  úr  Arnarfirđi útfyrir  Sléttanes og  inn  Dýrafjörđ,  einhverja  Ţá  fallegustu og  hrikalegustu  leiđ  sem akfćr  er  á  Íslandi..  Stórkostlegur dagur í  stórkostlegu  veđri  í  frábćrum félagsskap.  Stelpurnar  stóđu sig svo  vel  í  ferđinni ađ ţćr  hefđu  getađ leikiđ  í  dömubindaauglýsingu ţegar viđ komum  heim...

Meira  seinna 

Hafiđ ţađ eins og ţiđ viljiđ 

Magnús  G  Tounge

Dýrafjarđardagar 2008 042


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband