Kominn í fjörðinn fagra, Fáskrúðsfjörð..

Kom  hingað í kvöld,  allt  klárt  til  brottfarar,  vagninn  kominn aftaní  hjólið  og  veðurspáin eins góð og  hugsast  getur  og  ég  klár  í  málið.    Það  verður  mér  sérstakalega  ljúft  að  fara  fyrsta spölinn  yfir á  Stöðvarfjörð  og  koma þangað  á  afmælisdegi  föður míns  heitins  sem  er  í  dag,  þ.  13. júní  og hefði hann orðið  79 ára  gamall ef  hann hefði  lifað til dagsins  í  dag.  Ég  fékk  þennan  fína  rúnt  í  kvöld með  mági mínum  honum Jóa Veigu  og  ryfjuðum við upp  hver  bjó  í hvaða  húsi  hér  áður fyrr og  hver  býr  þar  nú..   Alltaf  jafngaman  að  sjá  hvað  umgengnin  er  góð  í  kringum  starfsstöðvar  Kaupfélagsins  hér  á  staðnum.   Vonandi  halda  Fáskrúðsfirðingar sem allra  lengst í  Kaupfélagið  sitt  sem  er búin að vera  undirstaða  þessa  byggðarlags  í  75 ár  nú  í  ágúst n.k.  til  hamingju með  það.  

Hlakka til að  leggja í  ann og  stefni á  Djúpavog  í  það  minnsta  á  fyrsta  legg,  vonandi  aðeins  lengra..

Hafið það eins og þið viljið  um helgina 

Magnús á  Strönd  Cool

Þessi var  tekin í  fyrra með  Árbæ, æskuheimili  föður míns  í  bakgrunni.

IMG_1993

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Gangi þér vel pabbi minn, vonandi færðu gott veður

Sigrún Ásta (IP-tala skráð) 13.6.2008 kl. 08:19

2 identicon

Gangi þér vel á þínum fyrsta legg í hjólaferðinni, hlakka til að fylgjast með þér strákur  Þú hefur allan þann efnivið sem til þarf til að verkefnið þitt heppnist, svo segir spáin þín.

Til hamingju með afmælisdag föður þíns.

Vala (IP-tala skráð) 13.6.2008 kl. 08:25

3 identicon

Gangi þér sem best, hjólaðu samt varlega og passaðu þig á bílunum.

Sjáumst í Barcelona.

Halldóra Ósk (IP-tala skráð) 13.6.2008 kl. 11:43

4 identicon

"Tutu" eins og við segjum í sveitinni. 

Þetta er bara frábært hjá þér og njóttu vel !

Þin vinkona Svana

Svana (IP-tala skráð) 13.6.2008 kl. 12:08

5 Smámynd: Magnús Guðjónsson

takk fyrir góðar óskir,  ég er kominn á Höfn og  allt gengið ljómandi vel  rúmir 200 km á tveimur dögum og  kallinn í  fínu  formi...

Hafið það eins og þið viljið 

MG.

Magnús Guðjónsson, 14.6.2008 kl. 23:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband