Kominn í frí...

ég  kominn  í  frí  eftir  ansi  strangt  tímabil  undanfarið ár.   Ég  ætla  að  nýta  tímann  framundan  til  að  einbeita  mér  að  sjálfum mér  og  hvíla  mig og rækta  líkama  og sál.   Mínu  verkefni  í  Marokkó  er  lokið,  búið  að  endurskipuleggja  reksturinn  og  framhaldið  er  höndum  nýrra  eigenda  sem  ég  óska alls  hins  besta.  

Næstu  daga  ætla  ég að  njóta  þess að  vakna  þegar  ég er búinn að sofa,  fara út  þegar mig  langar og gera það  sem mig langar til að  gera,  semsagt  vera í fríi.

Hafið það eins og  þið  viljið,  ég ætla  að  gera  það.

Magnús G. LoL

Set  inn  eina  mynd úr  Sahara  eyðimörkinni  sem  er mér nú ansi kær  eftir þennan tíma og  kannski  sérstaklega  fólkið  sem þar  býr og  þarf svo virkilega á  fyrirtækjum  eins og okkar að halda. 

Krakkar í  Laayoune 2007 037


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Life will never be the same...!!

ummmmm..... til hamingju með þetta Maggi.

Njóttu þess að  rækta þig á líkama og sál og sofðu nú ekki allt of lengi frameftir!

 Kær kveðja úr Fáskrúðsfjarðarsveitinni,

Díana Mjöll. 

P.s. var þér EKKERT heitt í gallabuxum í SAHARA????? 

Life will never be the same...!!, 30.5.2008 kl. 08:32

2 identicon

Til hamingju pabbi minn, þér veitir sko ekki af fríi það er alveg á hreinu....

Njóttu þess sem mest þú getur.

Sigrún Ásta (IP-tala skráð) 30.5.2008 kl. 15:39

3 Smámynd: Solveig Friðriksdóttir

Til lukku, njóttu lífsinst og ég veit að þú hefur það gjörsamlega eins og þú vilt. Sjáumst á Spáni

Solveig Friðriksdóttir, 1.6.2008 kl. 09:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband