Er ....þvottur nauðsynlegur ?

Ég  hef  oft  velt fyrir mér  hvort nauðsynlegt sé að "þvo"  heilann í  sér  endrum og  sinnum  og  ég hef  komist  að  þeirri niðurstöðu að það  sé  bráðnauðsynlegt.   Orðið  "heilaþvottur"  hefur  einhverja  neikvæða  merkingu  og  er yfirleitt  notað  um  einhverja  neikvæða  hluti  og  eða misnotað  til að gera  jákvæða  hluti  neikvæða.   Við  þvoum fötin  okkar  þegar þau eru skítug, og  svo förum við í  bað  þegar við  á  og  þrífum hús og  þvoum bíla, burstum skó  og  hvað  eina.   Ef  við  nærum ekki  hugann með jákvæðni  og  hvatningu,  þá  setjast að í höfðinu  á  okkur  óhreinindi sem  trufla  jákvæða  hugsun og  framþróun  til góðra  verka.   

Ég  nýti  mér  allskonar  aðferðir  til hreinsunar  á  heilanum,  þvæ  hann, reglulega  með lestri góðra  bóka, hlustun á  uppbyggilegt  efni,  samneyti við vel  þenkjandi  og  jákvætt fólk.  Þetta hefur fært mér ótrúlega  miklu  jákvæðari tilveru eftir að ég hóf "....þvottinn"  Hvet  alla  til að fara  í Heilaþvott,  það er  engu að tapa.   

Smelli  inn einu  þvottabandi af Youtube 

Hafið það eins og þið  viljið

Magnús G.  Tounge

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Life will never be the same...!!

Frábær punktur Magnús, ég er nú ekki viss um að fólk væri ánægt að vera nálægt manni ef maður færi bara í bað f. jólin..... ætli fólk sé ánægt að vera nálægt fólki sem fer bara í heilaþvott við hátíðleg tækifæri, eða jafnvel aldrei??

Ég hef það svo bara áfram og sjáumst við ekki um helgina??

kv. úr þú veist sveitinni,

Díanan. 

Life will never be the same...!!, 17.4.2008 kl. 10:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband