Í dag kynntist ég nýrri konu...

Hún er  komin af léttasta  skeiði  er  bandarísk  held  ég og ótrúlega  fjölhæf.  Kynnin  við  hana  gera  mann  eins og mig að ótrúlega  miklu  fjölhæfari  manni en áður,  þannig að  þetta  sýnist  mér  ætla  að  verða  frábært samband  okkar í  milli..

Konan  heitir  Betty og  ber  fjölskyldunafnið  Crocker  og  hún  hjálpaði  okkur  Hákoni  með aldeilis  flott bakkelsi  í  dag,  já við  skelltum  í  eina  Gulrótarköku  sem tókst svona ljómandi  vel..  Smelltum  líka  Iceing  á  kökuna  og  ég er  ekki  viss  um  þær  séu  neitt betri  þessar flottu úr  bakaríunum,  allavega  getur  maður  sagt með stolti  að  maður hafi  bakað  sjálfur, en það getur maður ekki  ef  maður  stoppar  hjá  JF  á  leiðinni heim.  (Jói er  náttúrulega flottur sko en .....)

Ég verð  að  játa að  þetta er í  fyrsta  sinn á  ævinni sem ég  baka  köku  aleinn og sjálfur  án þess að hringja  í  nokkurn  mann  og  leita  ráða,  bara ég og  Betty  saman í  eldhúsinu og  svo kom  Konni  og  setti  kremið  á kökuna  og  uppí  sig sjálfan.   Já  þetta  gat  ´ann  kallinn. 

Annars  ætla  ég  líka  að játa  á mig  að  hafa  ekki farið útúr  húsi  í  dag   og  Hákon hefur  ekki klætt sig,  alveg  slakur og  við erum búnir að slappa  feikilega vel af í dag,  fengum líka heimsókn frá  þeim  sómahjónum  Magnúsi  og  Steinunni  sem færðu  okkur  blóm og  mynd,  takk fyrir  okkur.

Eitt  enn  ætla  ég að játa á  mig.   Ég  málaði  tvær  smámyndir  í  dag  með olíumálningu,  hef  ekki gripið  í  penslana  mína  í  ein  4 ár og  mikið  var þetta  gaman,  nú  læt  ég  slag  standa og held  áfram,  frábær  útrás  sem  maður fær  við  að  mála.  Ég er  nú  enginn Kjarval  ennþá  en  hver  veit  hvað  verður,  þetta  er  víst aðallega  æfing  og  eitthvað  smá  af  hæfileikum.  Nú  er  bara að  æfa  sig...

Semsagt  frábærir  páskar  að  lokum komnir  og  ég  tekst á  við  nýja  viku  fullur af  orku  og  eldmóði. 

Hafið  það eins og þið  viljið  á næstu  dögum

Magnús G. Blush

Set inn  mynd af flottu kaffisetti sem hæfir svona flottu bakkelsi.

IMG_0606


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Á Betty,systur á lausu.?

Númi (IP-tala skráð) 24.3.2008 kl. 22:39

2 Smámynd: Magnús Guðjónsson

Ég  bara veit það ekki Númi, prófaðu  Íslendingabók,  mér  er alveg  sama fyrst ég náði í  Betty,  heyrðu,  ég er annars bara til í deila  henni  með þér...

Magnús Guðjónsson, 24.3.2008 kl. 23:33

3 identicon

sko minn, skellir bara í köku og málar á meðan  vissi nú að þú værir fjölhæfur en svona, komst mér gjörsamlega á óvart en gaman að því.........flott hjá ykkur feðgum og frábær mynd að settinu.

Vala (IP-tala skráð) 25.3.2008 kl. 11:47

4 identicon

Já fjölhæfur ertu - gaman væri að sjá mynd af myndunum þínum

Svana (IP-tala skráð) 26.3.2008 kl. 12:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband