Kominn til Vestmannaeyja.....

Ég  er staddur í  Vestmannaeyjum,  þarf  á  fund  hér  í  kvöld.   Hér  er  snjókoma og þurftum  við  að  vera  í  "hangi"  hér við  eyjarnar í  10 mínútur,  bara  og að koma  til  Heathrow, nema  hér var él  en  ekki traffik..  Það er  er  alltaf  gott að koma  hér  og  ég  dáist  alltaf  af þessu  góða  fólki sem byggir Heimaey.   Það  eru rétt rúmlega  35  ár  síðan  gosið  hófst  hér  og  ég man það svo  vel þegar  ég  heyrði  fréttirnar af gosinu,  sennilega  vegna  þess  að  frændfólk  mitt  bjó  eiginlega  bara við  sprunguna sem myndaðist.    Ég  var  hér  í  sumar  sem leið á  Shell mótinu og  hér var Bongo  blíða  alla dagana  en  nú  er  hér  töluverður snjór  og  gengur  á  með  éljum..   

Verð  eyjaskeggi  í  eina  nótt og kem uppá  land  á í  fyrramálið  annaðhvort  fljúgandi eða siglandi,  fer  eftir  veðri,  mér  gæti  ekki verið  meira sama um hvora  leiðina  ég  fer,  mér líður  vel hvort  sem er á sjó  eða  fljúgandi.  

Ég  get  varla hjá  því  komist  að  minnast  á  hið  gríðarlega  afrek  sem  starfsmenn  Landhelgisgæslunnar  á  Varðskipinu Óðni  unnu þegar  þeir  björguðu  tæplega  20  manns  af  breskum togara  í Ísafjarðardjúpi.  Ég  var svo  heppinn á  árum áður að  fá að kynnast og vera  með  þessum hetjum á  sjó og  ég  er  nokkuð  viss um að  menn  hafa  ekki oft  sett sig í meiri  hættu fyrir aðra en í þetta  skiptil.  Reyndar  varð  mikill harmleikur  þessa sömu nótt  þegar annar  breskur togari  sökk á  Ísafjarðardjúpi  og  svo  Heiðrún frá  Bolungavík  sem fórst með  6 mönnum að mig minnir..  mikið  högg fyrir þann bæ á þeim tíma.   Þetta  er  örugglega  eitt  af  mannskæðustu veðrum sem gengið hafa yfir á Íslandi.

Hafið  það  eins og þið  viljið 

Magnús G  Wink

Vestmannaeyjar í sól og  sumaryl.

IMG_1525


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sesselja  Fjóla Þorsteinsdóttir

Hafðu það eins og þú villt í Eyjum .

Sesselja Fjóla Þorsteinsdóttir, 7.2.2008 kl. 23:57

2 Smámynd: Magnús Guðjónsson

Ég  hafði það mjög gott í  Eyjum  og  kom  uppá  land í  gærmorgun,  allt á  áætlun og  jolly  gott 

Magnús Guðjónsson, 8.2.2008 kl. 01:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband