Í gær var MEGA PARTÝ........

Jæja  þá  er  maður  næstum því búinn að koma sér fyrir  í  Ásakórnum,  allar  gardínurnar komanar á  sinn stað og  myndir á veggina,  bækurnar í hillurnar,  tölvan tengd   og svo  framvegis........

Hið  raunverulega  innflutningspartý  var svo í  gær  þegar  hingað  mættu einir  15 10 ára  guttar í  stórafmæli  Hákonar sem  varð 10 ára  þann  13. janúar  s.l.   Íbúðin  stóðst  álagið,  engar skemmdir,  allir  sluppu óslasaðir  og  saddir,  enda  hesthúsuðu  þeir 6 stórum pizzum,  hellingi af brauðstöngum,   skúffuköku,  íspinnum  ofl..  Kók, fanta og  appelsín í  lítravís  rann  ljúft ofan í  þessa  kalla  og  af  hávaðanum að  dæma  þá skemmtu þeir sér hið besta. 

Þetta  var  frábært partý  og  gaman að halda það hér í nýju  íbúðinni okkar.... 

 

Hafið  það  svo eins og þið viljið 

Magnús G.  Joyful

Afmæli  Hákonar  í  Ásakór 2008 003


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Fallega fólkið í Leeds

Vá !!!  Þeir geta borðað þessir guttar....  Það hefur verið svaka stemming hjá ykkur, sniðugt að taka svona álagstest.  Ég hlakka mikið til að koma og sjá höllina 

Halldóra

Fallega fólkið í Leeds, 30.1.2008 kl. 08:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband