Jólanótt..

Jólanótt finnst mér alltaf eitthvað svo notaleg,  maður  slappar af eftir góðan mat á aðfangadag,  búinn að gleðjast með sínum nánustu,  vonandi að sem flestir hafi tækifæri til þess, sjá gleðina í andlitum allra  þegar pakkarnir koma úr umbúðunum.  

Ég átti  mjög notalegt  aðfangadagskvöld, flottur forréttur hjá Helgu, Rjúpurnar og Hamborgarhryggurinn voru  frábær  og  Kaffiísinn klikkar aldrei.  Notalegt og  afslappað aðfangadagskvöld..   Ég  skrapp í aftansöng  í Digraneskirkju sem var nú bara nokkuð þétt setin.  Séra Yrsa Þórðardóttir þjónaði  og  gerði það vel,  hún  lagði  út frá  frelsinu í ræðu sinni og  held ég nú að það hafi verið  tímabært að  minna á hvað við erum nú heppin að búa á Íslandi við allt þetta frelsi.. jafnvel þó  við megum ekki fara á sjó nema hafa kvóta.   

Ég  er búinn að kveikja  á friðarkertinu mínu á svölunum og  vona að það færi sem flestum frið í sálinni. 

Hafið það eins og þið viljið 

Magnús G. Tounge


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Eyþór Árnason

Gleðileg jól Maggi minn. Bestu kveðjur frá Sólvallagötunni

Eyþór Árnason, 25.12.2007 kl. 22:48

2 identicon

Komdu nú sæll og blessaður kæri skólabróðir og gleðilega jólarest !  Díses hvað það er langt síðan að ég hef komið inn á síðuna þína !  Ég er farin að skammast mín...sorry... Af okkur er allt gott að frétta. Fór til Kaupmannahafnar í byrjun des. svona kerlingarferð..hrikalega gaman..mikið hlegið og borðað..humhum.. Það varð ekkert af því Maggi minn að við skólasystkinin hittumst núna í haust yfir kaffibolla,kannski látum við verða af því á nýju ári. Til hamingju með stúdentinn þinn, þetta er yndislegt !! Hafðu það ávallt sem best kæri vinur.

Tökum á móti nýju ári fagnandi eins og venjulega (ekki satt)

Knúsíknús þín vinkona Magga Scheving og Ási minn fær að fylgja líka.

Margrét G.Scheving (IP-tala skráð) 28.12.2007 kl. 00:17

3 Smámynd: Magnús Guðjónsson

Kæra skólasystir,  ég  var farinn að halda að þú værir  búin að gleyma  mér og adressuna ínná síðuna mína,  takk fyrir jólakortið líka  og  ég vona svo sannarlega að þú og  þínir  hafið átt gleðileg jól.   Þú  verður nú að  fara að drífa í þessu kaffi  góða mín,  kíldu á þetta með vorinu..  Takk  fyrir hamingjuóskirnar með stúdentinn...  Ég óska  þér og þínum svo gleðilegs árs og  takk fyrir skemmtilega að samveru á árinu sem var að líða....

 Hafðu það svo eins og þú vilt..

MG..

Magnús Guðjónsson, 2.1.2008 kl. 00:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband