Góđa veislu gjöra skal....

Viđ  héldum flotta  veislu í  gćrkvöldi.  Í  veislunni  voru allir Íslendingar í  Laayoune  og  ein Namibíukona,  einn  rússi og tveir heimamenn.   Flott  veisla  ađ  mér  fannst,  viđ  Eiríkur  elduđum  međ smá ađstođ frá  nokkrum messaguttum sem  lögđu okkur liđ  viđ  hin ýmsu verk.   Matseđillinn  var;  Foi Gras (franskt), reyktur lax og  grafinn lax (skoskt) og Laxahrognakaviar(skoskur)  ţetta  voru forréttirnir,  ţeir svínvirkuđu.    Í  ađalrétt  var svo  úrbeinađar lambahryggjarsneiđar (íslenskar) međ  "Steamuđu"  grćnmeti, kartöflum, grćnum baunum , rauđkáli og  sósu.  Miđađ  viđ  eldađ  magn og afganga  ţá líkađi  maturinn  bara  vel  sýndist mér..  Í  góđum veislum  skiptir  reyndar meira  máli ađ  gestirnir  séu  góđir,  en minna  máli  skiptir  ađ  maturinn sé  framúrskarandi,  hann verđur  alltaf góđur  í  minningunni  ef  ţađ var skemmtilegt í veislunni.  Hér  er samankominn  ótrúlega  skemmtilegur og  samhentur  hópur sem nćr frábćrlega vel  saman og  ég  er  viss um ađ viđ eigum eftir ađ halda margar skemmtilegar  veislur  á  komandi  árum.   Ég  vil  nú  eiginlega  bara nota ţennan vettvang til a  ţakka öllum sem voru í  veislunni  fyrir  ađ vera ţar og  gera  hana svona skemmtilega.   Hér í Marokko  er  annars  búiđ ađ vera  hálfkalt  síđan ég  kom, ţađ voru bara  14 - 15 gráđur í  Casa og  svo  hér fer hitinn í  rétt rúmar  20 gráđur yfir hádaginn  og mađur er eiginlega bara í yfirhöfn  ţessa dagana..  Svo er búiđ ađ rigna svolítiđ sem er frábćrt á ţessum slóđum og rigningin hér er mjög velkomin...  Nokkrir  stífir dagar framundan  í fundarhöldum og ferđalögum, ţannig ađ ekki reikna međ bloggi fyrr en um helgi.. 

Set  inn eina svarthvíta mynd  úr veislunni.

Hafiđ ţađ eins og ţiđ viljiđ

Magnús G. Wink

BOĐ NÓV 2007 008

 


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband