Góður göngutúr í miðborg Casablanca.....

Fékk  leiðsögn í  bæinn frá   Habibu,  fyrrverandi  ritara, hjá  okkur í  Laayoune.   Frábær  ung kona  sem því  miður þurfti að  hætta af fjölskylduástæðum.   Hún er  nú  komin á  fullt  í  nám  aftur og  ætlar að klára  doktorsnám  í veðurfræði  á  næstu árum.  Habiba  leiddi mig  um  miðbæinn hér  og  sýndi mér  m.a.  upphafsbyggðina  í  Casablanca  en þar  er nú  heljarinnar markaður  með  öllu og  engu eins  og er á  slíkum mörkuðum..  Við  gengum um í  3 tíma  og  ýmislegt  bar  fyrir augu meðal   annars  "dúfnatorgið"  þar  sem  samankomnar  voru  mörg  þúsund  dúfur  og  nokkur hundruð  menn, konur og börn.   Þessar  dúfur  eiga  griðarstað  þarna og  þeim er gefið  eitthvað að  borða og  maður  minn,  þvílíkur fjöldi,  ég hef  aldrei  séð  annað  eins  af  dúfum.   Þær  eru  nefnilega  orðnar svo  sjaldséðar  dúfur  á  Íslandi,  er  búið  að éta  þær allar eða hvað ??  Kannski  kemur  það  fram í bókinni  hans  Guðna  eins og  ýmiss  annar  fróðleikur,  hlakka  nú til að fylgjast  meira  með  þeirri  bók,  hvort  ég  nenni að lesa  hana  veit  ég ekki.  Mér  var  hugsað  til  þess enn og einu  sinni hvað við  erum  lánsöm að  búa  á  Íslandi  þar  sem langflestir  hafa  það  ágætt  og  njóta  góðs viðurværis,  ef  þú villt  mennta  þig þá færðu  námslán og  framfærsla þín er  tryggð á meðan þú  ert í  námi,  hér  þekkist  ekki neitt svona  og  ég spurði  Habibu  hvað  hún þyrfti  á  mánuði  til að komast  af  í  náminu sem hún er  í  núna.  Hún  er  í  kúrs til  að  verða  kennari  og  klárar  hann í júní  á næsta  ári  og  hún sagði  mér að  hún þyrfti ca..  1.000 Dirham  ca.  8.500 krónur  á  mánuði  til  að  komast  af.   Þegar  hún  er  komin með  kennararéttindi  þá  ætlar hún að kenna til að geta  haft  lifibrauð  á meðan hún klárar  Doktorsnám í  veðurfræði.   Það  er  gaman að kynnast svona  duglegu  ungu  fólki  með  drauma og þrár og  sem  er  svona  tilbúið að leggja  mikið á sig  til að láta  drauma sína  rætast..  ég  er  ekki í  vafa  um að  þessi unga  kona  klárar  það sem hún ætlar  sér  og það með glans..    Nú  er  ég að búa  mig  undir að  fara heim til Laayoune  í  kvöld,  vélin  fer  kl.  2135  og  lendir  ca.  2305,  það  verður  gott að komast heim, þó að þessir  óvæntu dagar  hér  í  Casablanca  hafi verið fín  hvíld sem mér  sennilega  bara  veitti ekkert  af.. 

Hafið  það eins og þið  viljið

Magnús G.  Tounge

HABIBA


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

hæ Maggi, gaman að sjá bloggið þitt á mbl.is!

Já, alltaf gaman að sjá fólk með ólíka drauma og þrár, en allir að stefna að því að ná því!

og takk fyrir síðast.

Kristín

kristín Sævarsdóttir (IP-tala skráð) 25.11.2007 kl. 17:30

2 identicon

gott að þú ert komin heim, ég held að þér hafi ekki veitt af hvíldinni. farðu vel með þig.

Sigrún Ásta (IP-tala skráð) 26.11.2007 kl. 09:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband