Tíminn líður hratt, já ótrúlega hratt...

Það  eru  nú  örugglega allir  búnir  að  gefast uppá  þessari bloggsíðu  minni, enda  hefur verið ótrúlega lítið  lífsmark með  henni  undanfarnar  vikur.  En  svona  verður  þetta  bara, það  mun sennilega  oftast koma  hlé í  bloggfærslurnar  mínar  þegar ég er  á  Íslandi  að  vinna  en  ekki í  Marokkó.   Ég  er  búinn að vera  hér  heima í  ca.  mánuð  og á leið  út  núna  á  föstudaginn  aftur og  kem  svo  heim  korter  í  jól,  til  að  vera  með krökkunum mínum á  jólunum og  til að láta mér  líða vel..   Ég  er  reyndar  búinn að hafa  nóg  að gera  þessa daga á Íslandi  og  hef  notið  þeirra  allra  og  ekki  síst  stundanna  með  öllum sem mér  þykir vænt um.. Ég  keypti mér  nýja  íbúð  sem ég  ætla að flytja  í  í  byrjun janúar,  með  bílskúr  og alles,  fullt  af  fermetrum, alveg  ný  og  flott  íbúð,  auðvitað í Kópavogi,  þar  sem best er að búa.  Við  Helga  mín  gengum  frá  lögskilnaði,  þannig að nú  er  maður alveg  frjáls  og  engum  bundinn,  lögformlegum böndum,  nema  bara bankanum.  Mér  var  nú  reyndar  hugsað  til  þess þegar við vorum hjá  sýslumanni að  allt er skattlagt  líka  skilnaðir  fólks.  Ég  skrapp  til  Dublin um helgina  og  upplifði  rigninguna  þar  sem  var  næstum því  eins  og rigningin  hér en ég  á  góða  regnhlíf sem  færði  mér  margvísleg lífsgæði og  forskot  í  Dublin.  Ég  var á  frábærri  ráðstefnu  á  föstudag, laugardag og  sunnudag,  ráðstefnu  sem gaf mér  heilmikið  og  ég á eftir að  nýta  mér á  komandi mánuðum  í  leik og starfi..

 Ég  verð nú vonadi  duglegri að blogga úr  sólinni og sandinum í  Sahara á  næstu vikum,  eigið  ánægjulega  aðventu  og  hafið það eins og þið viljið 

Magnús G. Cool

WTS DUBLIN  2007 059


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

já það var sko komin tími á nýtt blogg, vonandi verðurðu duglegri að blogga úti.....

til hamingju með íbúðina.

Sigrún Ásta (IP-tala skráð) 21.11.2007 kl. 14:01

2 identicon

Sæll Magnús.

Rakst á síðuna þín í gegnum síður Fjólu Þorsteins. Alltaf gaman að hitta Fáskrúðsfirðinga á förnum vegi helst en getum við ekki kallað þetta farin veg á stuttum tíma.

Oh hvað mig dreymir alltaf um að fara erlendis til að vinna en það verða nú allir að samþykkja það. Gangi þér allt í haginn og hafðu það sem allra best.

Kveðja

Jóhanna Kr Hauksd 

Jóhanna Kristín Hauksdóttir (IP-tala skráð) 23.11.2007 kl. 22:14

3 Smámynd: Magnús Guðjónsson

Sæl Jóhanna,  gaman  að fá  heimsókn frá  þér  á síðuna  mína,  við  förum  víða  þessir Fáskrúðsfirðingar,  gangandi, hjólandi, siglandi, akandi eða  fljúgandi.  Ég  hvet  þig  endilega  til að láta  drauminn um  að  vinna  erlendis  rætast  hjá  þér,  maður á  að fara á  eftir  draumunum sínum,  annars verður maður ekki sáttur.   Kíldu  bara  á  þetta  og  þú  færð  allavega mitt samþykki..  Hafðu það svo eins og þú  vilt  og  vertu velkomin  á síðuna  mína  hvenær sem er..

Magnús G.

Magnús Guðjónsson, 24.11.2007 kl. 00:11

4 Smámynd: Eyþór Árnason

Góða ferð út og til hamingju með íbúðina. Kveðja.

Eyþór Árnason, 24.11.2007 kl. 00:17

5 Smámynd: Magnús Guðjónsson

Takk fyrir  góðar kveðjur  Eyþór..Sendi þér og þínum mínar  bestu kveðjur með  ósk um ánægjulega aðventu..

MG.

Magnús Guðjónsson, 24.11.2007 kl. 00:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband