Talar þú frönsku, sagt á frönsku, hefur hljómað oft í eyrum mér, hér....

Og hvað er þá til ráða  annað en að  byrja að læra frönsku ?  ekkert annað  og þess vegna byrjaði ég í fyrsta  frönskutímanum  í  kvöld  kl. 1900  og  fyrir þá sem vilja  vita  það, þá  var sá  tími  ekki yfir kertaljósi.   Þetta var hardcore  kennslustund og  lærði  ég bara þó  nokkuð í  frösku á  þessum rúma klukkutíma  og  mér  líst vel á framhaldið..  Kennarinn minn heitir AHLAM   sem merkir draumur og  þessi unga kona er algjör  draumur,  nýbúin að læra  til kennara  og  flutti hingað til Laayoune  fyrir hálfum  mánuði.   Ahlam  er búin   að ráða  sig  hér í Laayoune  í  8 ár  við kennslu í  gagnfræðaskólanum og  hún  fær  20 % hærri laun hér en fyrir norðan,  nokkurskonar staðaruppbót  vegna  fjarlægðar  frá  helstu  þjónustumiðstöðvum  Marokkó..  Kannski eitthvað sem við ættum að taka upp á Íslandi.   Það  eru nú  nokkur  ár  síðan ég sat  síðast á skólabekk  og það var skemmtileg upplifun  að sitja einn í kennslu"stofunni"  og  læra  þetta framandi tungumál sem franskan er fyrir  mér.. en  ég er nú frá Fáskrúðsfirði hinum franska,  þannig að ég bara verð að spjara  mig  og svo bjó  ég lengi í  Dýrafirði þar sem eru frönsk  áhrif líka  þannig að þetta hlýtur að steinliggja hjá mér...    Annars  fer september frábærlega af  stað  hér í Laayoune, enda ekki við öðru að búast  allt  komið á  fullu ferðina  og  mikið gaman að vera til..  Kosningafyrirferðin bara  eykst  með degi hverjum og  það á  að kjósa á  föstudaginn held ég  og  svo  fer Ramadan að byrja í  vikunni þar á eftir þá  skilst mér að maður fái svolítið að taka á þolinmæðinni,  meira en venjulega.

Mjög gott veður í  dag  Sól og heitt,  venst vel þetta veður .. 

 Hafið það eins og þið viljið 

Magnús G.  Sick

PS.  set inn eina af mér með Fáskrúðsfjörð  í baksýn, það er það franskasta sem ég á í bili.

P1000935


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

öfunda þig nú soldið af þessu veðri, hér er monsoon season......

gott hjá þér að fara að læra frönsku, þú kanski kennir mér eitthvað ;)

Láttu þér líða vel

Sigrún Ásta (IP-tala skráð) 6.9.2007 kl. 13:28

2 Smámynd: Magnús Guðjónsson

ég skal reyna að miðli til þín einhverju af því sem ég læri, sömuleiðis  og  takk fyrir að heimsækja síðuna mína ..

Magnús Guðjónsson, 6.9.2007 kl. 14:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband