Marókkó te er alveg frábært....

Eitt af  því góða sem ég er búinn að uppgötva hér í Marokko  er  teið  þeirra  sem er bara  snilldin ein..  Grænt  te og  Mynta  blandað saman í  tinkattli með passlega mikið af sykri,  hrikalega gott.  Teið drekkum við úr  litlum  glerglösum.     Ég  fór  í  gær  og keypti mér  forláta  teketill sem er nú  eiginlega  listaverg út af fyrir sig  og  einnig bakka og glös...  Herlegheitin  voru  svo testuð í gærkvöldi  af nokkrum útvöldum sem komu til mín í te.   Ótrúlegt  en  satt  þá  hældu konurnar  mér fyrir teið og  sögðu að þetta væri með því besta sem gerðist....  Það verður örugglega boðið uppá  te í  Gullsmáranum þegar ég kem heim því  ég  tek  græjurnar með mér heim í næstu viku.. 

Hér er annars  alltaf sama góða  veðrið, reyndar  búið að vera  sérlega  gott alla þessa viku logn og heldur hlýrra en áður.. annars   er oft nokkur gola hér við ströndina.. 

Læt  þetta duga í  bili..

MG Wink 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll Maggi Guðjón sagði mér í dag frá blog síðu þinni sem ég var að skoða. Gott hjá þér að setja svona upp. Þið eruð bara flottir í Marakó gallanum. Er það táknrænt að þinn galli er svartur? Hef aldrei blogað og hef aldrei prófað það eða sent athugasemd inn á svona síðu áður. Hlakka til að fá hjá þér tesopa einhvern daginn. Sammála þér að dísætt teið er bara ljómandi gott og hressandi. Kveðja Alli

alli (IP-tala skráð) 8.6.2007 kl. 22:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband